SPURNINGAR OG SVÖR
TOP
text
Hvað er PROIBS?
PROIBS® er CE-vottað lækningatæki (IIb) til meðhöndlunar á einkennum tengdum IBS, eins og kviðverk, uppþembu og breytilegum hægðum (niðurgangur og/eða hægðatregða).
Fyrir hverja er PROIBS?
PROIBS® er fyrir einstaklinga með vandamál tengdu IBS. IBS (Irritable bowel syndrome, Iðraólga) er algengur, starfrænn meltingarfærakvilli sem einkennist af magaóþægindum, með endurteknum einkennum eins og magakrömpum, uppþembu og breytilegum hægðum (niðurgangur og/eða hægðatregða). Ástæða þess að fólk þjáist af IBS eru ekki þekktar, og meðhöndlunin felst því í að meðhöndla einkenni.
Hvernig nota ég PROIBS?
Helltu innihaldi eins poka í glas og bættu vatni við. Takið PROIBS® 1 – 2 sinnum á dag.
Eru einhverjar aukaverkanir?
Engar aukaverkanir eru þekktar. Látið lækni eða lyfjafræðing vita ef þú upplifir samt sem áður aukaverkanir.
Milliverkar það við aðrar vörur?
Engar milliverkanir eru þekktar við aðrar vörur eða lyf.
Hvernig geymi ég PROIBS?
Geymið á þurrum stað við hitastig undir 25°C. Notið PROIBS® ekki eftir fyrningardagsetninguna sem skráð er á pakkninguna.
Hversu lengi þarf ég að taka PROIBS?
Áhrifin á magann eru breytileg á milli einstaklinga og einkennin mismunandi og tíminn því mismunandi á milli einstaklinga.
Má borða PROIBS á meðgöngu?
Þar sem magaóþægindi geta stafað af ýmsum ástæðum, ekki síst á meðgöngu, er alltaf mælt með að allar meðferðir, þar með talið sjálfsmeðhöndlun, séu ræddar við lækni eða ljósmóður á meðan á meðgöngu stendur til að fá einstaklingsbundið mat á vandamálinu og meðferð.