Til meðhöndlunar á IBS

Magaverkur, uppþemba, breytilegar hægðir (niðurgangur og/eða hægðatregða

Fræðist meira um IBS

Hvað er PROIBS®?

PROIBS® er vottuð lækningavara til meðhöndlunar á einkennum tengdum IBS, eins og magaverk, uppþembu og breytilegum hægðum (niðurgangur og/eða hægðatregða).

„Mér líður betur í maganum. Ég get borðað án þess að fá niðurgang. Verkurinn og uppþembutilfinningin eru horfin. Þessi vara bragðast vel!“

Martin 32, Svíþjóð

HVERNIG VIRKAR ÞAÐ?

Horfðu á myndbandið og sjáðu hvernig PROIBS® virkar.

IÐRAÓLGA (IBS)

Irritable Bowel Syndrome (IBS, Iðraólga) er algengur, starfrænn meltingarfærakvilli sem hefur áhrif á þarmana. Dæmigerð einkenni eru m.a. magaverkur, krampar, uppþemba og niðurgangur eða hægðatregða, eða bæði. Lesið meira … 

Verkur

Kviðverkur og krampar eru dæmigerð einkenni IBS. Venjulega minnkar verkurinn við að hafa hægðir.

Uppþemba

Uppþemba og tilfinning um uppþembu eru einnig dæmigerð einkenni fyrir marga IBS sjúklinga. Uppþemba minnkar venjulega líka við að hafa hægðir.

Vindgangur

Vanalega er talað um vindgang eða of mikið loft sem einkenni IBS af IBS sjúklingum. Magn lofts er þó venjulega svipað og hjá fólki sem ekki er með IBS en loftið veldur einkennum hjá IBS sjúklingum.

Niðurgangur

Sumir sjúklingar upplifa tímabil með niðurgangi (IBS-D) sem stundum er til skiptis við tímabil með hægðatregðu (IBS-C).

Hægðatregða

Sumir IBS sjúklingar upplifa tímabil með hægðatregðu (IBS-C) á meðan aðrir upplifa til skiptis tímabil af hægðatregðu/niðurgangi (IBS-M).

TESTIMONIALS

Hægðatregða / Niðurgangur

Ég þjáist af IBS sem lýsir sér sem mikilli uppþembu. Eftir að hafa notað PROIBS er mér mikið létt og þarf ekki að hafa áhyggjur af hvar næsta baðherbergi er

Anna

Svíþjóð

Lesið meira…

„Mér líður betur í maganum. Ég get borðað án þess að fá niðurgang. Verkurinn og uppþembutilfinningin eru horfin. Varan er mjög bragðgóð!“
Martin, Svíþjóð

„Þægileg og líka bragðgóð. PROIBS virkilega hjálpaði mér að róa óróann í maganum.“
Régis, Frakkland

„Hæ. Ég get virkilega mælt með PROIBS við alla með IBS maga. Ég hef sjálf notað það á hverjum morgni í um það bil 2 ár og maginn á mér hefur virkilega breyst. Þarf ekki að skoða hvar næsta salerni er þegar farið er í búð eða slíkt. Nú eru ferðir mínar á salernið meira undir stjórn. Það smakkast einnig vel, eins og djús, annars hefði ég þurft að neyða sjálfa mig til að taka vöruna þar sem þær bragðast venjulega ógeðslega.Takk fyrir“
Else-Lill, Svíþjóð

„Hæ. Ég hef verið að prófa PROIBS í nokkra mánuði núna, og maginn á mér hefur virkilega lagast. Áður fyrr, ég var mjög oft með niðurgang en það er miklu betra núna.“
Kristina, Svíþjóð

„Getur þetta verið satt? Er búin að vera að drekka blöndu á morgnana síðustu 4 daga og maginn á mér hefur ekki verið eins góður og núna í meira en 10 ár!!! Þvílíkt góð tilfinning að hugsa ekki um magann dag eftir dag!“
Magnus, Sveden

Loft og uppþemba

„Ég drakk bréf af PROIBS á hverjum morgni í eina viku og maginn á mér hefur ekki verið svona hljóður í mörg ár. Þvílíkur léttir að þurfa ekki lengur að hugsa um meltingarvandamál dag eftir dag!“

Emma

France

Lesið meira…

„Stundum getur þessi uppþemba verið svolítið vandræðaleg… En núna, með PROIBS, náði ég tökum á ástandinu.“
Julie, Belgíu

„Maginn á mér er búinn að vera vandamál eins lengi og ég man eftir. Ég hef prófað að breyta mataræðinu nokkrum sinnum, það hefur virkað en því miður aðeins í stuttan tíma. Ég var í apótekinu einn daginn vegna þess að mig vantaði eitthvað við maganum, hann var uppblásinn svo ég leit út eins og ég væri ólétt og fann mikið til! Standandi við hilluna með merkingunni MAGI, leitaði og leitaði en fann ekkert sem ég taldi henta, þá sá ég PROIBS sem ég mundi að hafa lesið um í dagblaði. Ég prófaði það og fann bata eftir 3-4 daga og áhrifin entust. Ég er svo ánægð með að hafa prófað PROIBS. Ég drekk það á hverjum degi fyrir morgunmat, það er svo auðvelt og gott að taka PROIBS. Það hefur nánast orðið að heilagri stund þegar ég fer á fætur og blanda poka fyrir mig, því þá veit ég að dagurinn verður góður! :)“
Ellinor, Svíþjóð

Verkur

„Hæ PROIBS! Fékk mína IBS greiningu fyrir mörgum árum og hef gegnum árin prófað margar mismunandi vörur við IBS án þess að fá fullnægjandi verkun við verknum. Nú hef ég drukkið PROIBS í eitt ár og er SVO ánægður þar sem það hefur hjálpað mér og létt á mínum erfiðu IBS óþægindum! Svo aldrei hætta að framleiða PROIBS! Frá ánægðum IBS viðskiptavini“

Lisa

Svíþjóð

Lesið meira…

„Ég hef verið í miklum vandamálum með kviðverk og verið til skiptis með lausar eða harðar hægðir í sex mánuði. Það hefur einnig leitt til félagslegra vandamála. Ristillinn á mér var röntgenmyndaður og sýndi engan galla. Ég leitaði á netinu að svipuðum vandamálum og fann einkenni IBS og fannst þau passa við mig, þess vegna keypti ég PROIBS til að prófa. Eftir að hafa notað 2 poka á dag í tvær vikur tók ég strax eftir framförum og minnkaði í einn poka á dag. Í dag, maginn á mér er orðinn stöðugur og mér líður mikið betur og get aftur átt félagslíf. Ég get því verulega mælt með PROIBS“
Anne-Marie, Svíþjóð

„Eftir nokkurra ára magavandamál, var ég „loksins“ greind með IBS. Fékk upplýsingarnar vikuna sem ég var verst, og þetta þýddi að ég stóð handlama og vissi ekki hvernig ég næði ró í líf mitt, það eina sem ég gat gert var að liggja fyrir og borða ekki neitt. Eins og engill til bjargar kom samstarfsmaður minn til mín með PROIBS og bað mig um að fylgja ráðleggingunum – fínt ég geri það hugsaði ég, ég sem er á móti öllu sem heitir meðal… en þetta var jú Aloe vara svo hún getur ekki verið svo slæm hugsaði ég. Nú þegar ég hef tekið PROIBS í 1 viku er líf mitt í meiri ró en áður. Ég get jafnvel vakað á kvöldin þar sem allur krafturinn fer ekki í magann heldur er hægt að nota hann fyrir betri hluti. Ef trúin flytur fjöll og PROIBS, þá trúi ég! Fyrir betra lífi með IBS. Takk, PROIBS!“
Christina, Svíþjóð

„Ég hef tekið alls konar ristillyf sem ráðlögð hafa verið af læknum; engin hafa raunverulega hjálpað. Í apóteki var mér að lokum ráðlagt PROIBS og fann strax eftir nokkra daga áberandi bata á kviðverknum, magaóþægindunum, hægðatregðunni og þar af leiðandi háa blóðþrýstingnum! Ég þakka það eiginleikum PROIBS. Bestu þakkir, PROIBS er eina meðalið sem hefur hjálpað mér.“
Marielis, Ástralía

Almennt

Almennt „Ég hef prófað margar mismunandi vörur fyrir magann, og þessi er sú besta hingað til. Ég ætla ekki að segja að hinar hafi ekki virkað, en ef litið er til lengri tíma þá held ég að áhrifin hafi minnkað með tímanum, en ég upplifi það ekki með PROIBS. Það hefur klárlega breytt lífi mínu og ég hef notað það, held ég, í um það bil 2 ár núna.“

Jim

Svíþjóð

Lesið meira…

„Ég var alltaf með þessa pirrandi ertingu í maganum. Vinur ráðalagði mér að prófa PROIBS og eftir að hafa drukkið það reglulega í nokkra daga líður mér miklu betur.“
Leslie, Frakkland

„Hæ. Ég hef haft magavandamál allt mitt líf. Strax þegar ég var unglingur var það þannig. Ég hef prófað allskonar mismunandi mataræði, vörur og lyf án áberandi bata. Fyrir um ári síðan var mér sagt frá PROIBS. Síðan hef ég tekið skammt á hverju kvöldi. Það hefur virkilega hjálpað mér! Þar að auki bragðast það mjög vel. Stundum fæ ég „bakslag“ en þá hef ég borðað eitthvað sem ég þoli alls ekki og ætti að forðast. Frábær vara!“
Ann, Svíþjóð „

„Í yfir 10 ár hefur IBS truflað mig. Það hefur ekki aðeins valdið mér sálfræðilegum heldur einnig miklum félagslegum vandamálum og valdið mikilli streitu við einfaldar daglegar venjur, eins og að ferðast með öðrum. Ég hef sjálf prófað allskonar mismunandi mataræði gegnum árin. Allt frá LCHF í að forðast glúten, laktósa, ávexti o.s.frv., listinn er langur. Ég hef verið í óteljandi rannsóknum hjá næringarfræðingum, prófað óhefðbundnar lækningar, bara til að finna lausn. Ég byrjaði á PROIBS fyrir um sex mánuðum og þá var langt síðan ég hafði valið strætó fram yfir bílinn, hlakkað til kvöldstundar með vinum í bænum og þorðað að bóka eitthvað. Loksins að upplifa sig meira normal er ólýsanlegt. Takk“
Emelie, Svíþjóð

„Eftir að hafa prófað nokkrar aðrar vörur, virðist PROIBS það eina með einhverja virkni á magavandamál mitt. Vona að það haldist!“
Patrik, Frakkland